Í stöðugri framför
Arnór segir stöðugar framfarir eiga sér stað hjá egypska landsliðinu. „Það hefur vantað örlítið upp á að vera í topp fjórum. Egyptar töpuðu meðal annars naumlega fyrir Spánverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í sumar. Þeir hafa valdið stórþjóðum á borð við Dani og Frökkum erfiðleikum. Auk þess sáum við skýrt í síðasta leik Egypta hér á HM þegar þeir unnu Króata hversu sterkt liðið er,“ segir Arnór.
„Þetta er mjög sterkt lið með öfluga leikmenn sem margir þekkja ef til vill ekki mikið. Nokkrir leika með félagsliðum í heimalandinu en aðrir eru hjá mjög góðum félagsliðum í Evrópu sem meðal annars leika í Meistaradeildinni,“ segir Arnór Atlason aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik.
Lengra viðtal við Arnór er að finna í myndskeiði ofar í þessari grein.