- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF fordæmir hagræðingu úrslita og óskar eftir gögnum

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, segir í yfirlýsingu í dag að ekki hafi borist vísbendingar um að úrslitum hafi verið hagrætt í leikjum sem hafi farið fram undir hatti sambandsins.

Tilkynningin er send út af gefnu tilefni vegna fréttar sænska vefmiðilsins Handbollskanalen í gær, og handbolti.is hefur sagt frá, vegna gruns um að að úrslit í leik í Meistaradeild karla hafi verið hagrætt í veðmálasvindli á keppnistímabilinu. Jafnframt eru grunur um að fleiri viðureignir geti verið undir sömu sök seldar, jafnt í Meistaradeild kvenna og í Evrópudeild karla.

Fleiri greinar um sama efni hafa birst á Handbollskanalen í morgun.

EHF tekur fram í yfirlýsingu sinni að sambandið fordæmi hagræðingu úrslita. Hún verði ekki með nokkru móti liðin.

Vegna fregna Handbollskanalen hafi EHF sett sig í samband við fjölmiðilinn og óskað eftir samstarfi og að meintar grunsemdir og hugsanlegar sannanir verði komið til EHF til að rannsókn þar til bærra aðila, m.a. lögreglu, geti hafist sem fyrst.

EHF tekur ennfremur fram að sambandið hafi lagt sig í framkróka um að vinna með öllum ráðum gegn hagræðingu úrslita leikja og spillingar af þessu tagi sem víða væri orðið mein innan íþrótta. Þess vegna hafi EHF um árabil átt í samvinnu við fyrirtæki sem fylgist m.a. með meintu veðmálasvindli í kringum kappleiki svo mögulegt sé að grípa í taumana um leið og grunsemdir vakna. Auk þess sé tengill á heimsíðu EHF til að auðvelda þeim sem kunna að hafa grunsemdir að hafa samband.

EHF skorar á þá sem telja sig hafa sannanir eða grunsemdir um veðmálasvindl og svínerí því tengdu að hika ekki við að hafa samband.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -