- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF hefur ekki greitt úr flækjunni

Leikmenn AEK neituðu að taka þátt í leiknum. Þeir biðu við hliðarlínuna í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í góða stund en fóru síðan inn í klefa. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ekki ákveðið ennþá hvað gera skal eftir að ekkert varð af síðari úrslitaleik HC Alkaloid og AEK Aþenu í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Skopje á sunnudaginn. Ljóst er að EHF er nokkur vandi á höndum að greiða úr flækjunni.

Leikmenn AEK neituðu að mæta inn á leikvöllinn á sunnudagskvöldið í Skopje í mótmælaskyni við að stuðningsmenn þeirra voru stöðvaðir á landamærunum vegna þess að þeir höfðu ekki aðgöngumiða á leikinn.


Forráðamenn AEK segja að HC Alkaloid hafi ekki staðið við samkomulag sem gert var. Samkomulagið sneri að fjölda miða til áhorfenda sem vildu mæta á leikinn og styðja AEK.
Forráðamenn HC Alkaloid segjast hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins og AEK fengið þann fjölda miða sem félagið átti rétt á. Handknattleikssamband Norður Makedóníu sendi frá sér yfirlýsingu á mánudaginn og lýsti yfir fullum stuðningi við HC Alkaloid.

Áhorfendur í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje urðu frá að hverfa á þess að sjá síðari úrslitaleik HC Alkaloid og AEK á sunnudagskvöldið. Ljósmynd/EPA

EHF sagði frá í tilkynningu í gær að upplýsingum hafi verið safnað saman, þar á meðal hafi félögin átt þess kost að senda inn greinargerðir. Málsgögn verði nú send til laganefndar EHF til úrskurðar.

Aftur neitar AEK að mæta til leiks – ekkert varð af úrslitaleik í Skopje


HC Alkaloid vann fyrri viðureignina sem fram fór í Aþenu, 29:25.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmenn AEK neita að taka þátt í leik í keppninni. Í 8-liða úrslitum töldu leikmenn öryggi sitt ekki tryggt í keppnishöll í Belgrad. Neituðu þeir að leika. Varð það til þess að viðureignin fór fram í Búlgaríu fyrir luktum dyrum.

Myndskeið: Reyksprengjur í Belgrad – leikmenn AEK yfirgáfu leikstaðinn

Leikið fyrir luktum dyrum í Búlgaríu á mánudaginn

EHF skipar AEK og RK Partizan að mætast – leikið á hlutlausum velli

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -