- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EHF skipar AEK og RK Partizan að mætast – leikið á hlutlausum velli

Frá leikvellinum í Belgrad í gær. Ljósmynd/Twitter
- Auglýsing -


Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að síðari viðureign RK Partizan Belgrad og AEK Aþenu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla skuli fara fram. Leikið verður á hlutlausum velli utan Serbíu. Hvorki leikstaður en leikdagur hefur verið ákveðinn en undanúrslit keppninnar eiga að fara fram eftir fjórar vikur. EHF mun ákveða fljótlega hvar og hvenær leikið verður.


Eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld gengu leikmenn AEK af leikvelli í Belgrad í gær skömmu áður en flauta átti til leiks. Þeir óttuðust um öryggi sitt eftir reyksprengjum var kastað inn á leikvöllinn rétt áður en flauta átti til leiks.

Viðræður forráðamanna félagsins á leikstað í gærkvöldi báru ekki árangur. Leikmenn AEK sátu við sinn keip og neituðu að mæta til leiks og yfirgáfu þeir leikstaðinn eftir nærri tveggja tíma þref. Gengu síðan brigslyrði á milli félaganna.

AEK vann fyrri viðureignina í Aþenu fyrir rúmri viku, 27:22. Sögðu forráðamenn RK Partizan að hrækt hafi verið á leikmenn liðsins og bjór skvett á þá af stuðningsmönnum AEK meðan leiknum stóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -