- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eigum að gera kröfu að vinna Eistlendinga með alvöru leikjum

Íslenska landsliðið fangar sigri á EM í janúar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við verðum að mæta Eistum af virðingu og einbeitingu í vor,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik um væntanlega leiki við við landslið Eistlands í umspili um HM-sæti. Leikirnir fara fram í fyrri hluta maí heima og að heiman. Samanlögð úrslit leikjanna ráða hvort landsliðið vinnur sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í upphafi næsta árs í Danmörku, Króatíu og Noregi.

Vil fá alvöru leiki

„Við erum betri en Eistlendingar og eigum að gera þá kröfu til okkar að vinna og komast áfram á stórmót. Ég vil vinna með alvöru leikjum, ekki bara einhvern veginn. Ég geri kröfu á það þótt undirbúningurinn verði ekki mikill,“ sagði Snorri Steinn sem sér fram á að ná einni æfingu með öllum hópnum sem hann hefur í hyggju að velja.

Fyrsta skrefið til að gera betur

„Þess vegna mun reyna á einbeitingu leikmanna og atvinnumanna hugsunarhátt þeirra, að mæta grimmir í þetta verkefni. Þetta verður kúnst og og það mun reyna á hausinn á mönnum. Ég skynja vel að hugur er í öllum eftir það sem á undan er gengið. Fyrsta skrefið til að gera betur á HM á næsta ári er að tryggja sér keppnisrétt á mótinu,“ segir Snorri Steinn en það lá fyrir á sunnudaginn að Eistlendingar verða andstæðingar Íslands eftir öruggan sigur eistneska landsliðsins á því úkraínska í síðari viðureigninni sem fram fór í Litáen vegna þess að ekki er hægt að leika í Úkraínu eins og sakir standa.

Dregið á morgun

Á morgun verður dregið í riðla undankeppni EM karla 2026 í Kaupmannahöfn. Undankeppnin hefst í byrjun nóvember og lýkur 11. maí á næsta ári.

Styrkleikaflokkarnir:
1. flokkur: Þýskaland, Spánn, Ungverjaland, Ísland, Króatía, Slóvenía, Portúgal, Holland.
2. flokkur: Austurríki, Svartfjallaland, Serbía, Pólland, Tékkland, Norður Makedónía, Færeyjar, Grikkland.
3. flokkur: Bosnía, Slóvakía, Belgía, Sviss, Rúmenía, Litáen, Úkraína, Ítalía.
4. flokkur: Finnland, Ísrael, Eistland, Georgía, Tyrkland, Lúxemborg, Kósovó, Lettland.

 • Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Evrópumeistarar Frakklands taka ekki þátt í undankeppninni.
 • Hvíta-Rússland og Rússland taka ekki þátt í mótum á vegum EHF vegna innrásar Rússa í Úkraínu en Hvít-Rússar er taglhnýtingar Rússa.
 • Ísland verður dregið gegn einu liði úr öðrum, þriðja og fjórða flokki. Þar með verður til fjögurra liða riðill.
 • 20 þjóðir komast áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026.

  Leikdagar:
  1. umferð: 6. og 7. nóvember 2024.
  2. umferð: 9. og 10. nóvember 2024.
  3. umferð: 12. og 13. mars 2025.
  4. umferð: 15. og 16. mars 2025.
  5. umferð: 7. og 8. maí 2025.
  6. umferð: 11. maí 2025.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -