- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eistlendingar verða andstæðingar í HM-umspili

Íslenska landsliðið mætir Eistlendingum í umspili um HM-sæti í maí. Síðast mættust lið þjóðanna í apríl í fyrra og þá var þessi mynd tekin. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Eistlands í umspilsleikjum í maí um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Króatíu og Noregi í janúar á næsta ári. Eistlendingar unnu Úkraínumenn í dag, 41:33, í síðari leik þjóðanna í forkeppni umspilsins. Leikið var í Litáen. Eistlendingar unnu einnig fyrri viðureignina, 32:29, á heimavelli á miðvikudaginn.

KA-maðurinn Ott Varik skoraði þrjú mörk fyrir eistneska landsliðið í leiknum í dag.

Fyrri leikur á heimavelli

Umspilsleikirnir fara fram 8. eða 9. maí og þeir síðari 11. eða 12. maí. Fyrri viðureignin verður hér á landi. Samanlagður sigurvegari í tveimur leikjum tekur þátt í HM sem stendur yfir frá 14. janúar til 2. febrúar 2025.

Mættust síðast í apríl

Síðast mættust landslið Íslands og Eistlands í undankeppni EM 2024. Íslenska liðið vann báða leiki örugglega, 37:25, í Tallin í október 2022 og 30:23 í Laugardalshöll í 30. apríl á síðasta ári.

Ísland mætir Eistlandi eða Úkraínu í umspili fyrir HM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -