- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eigum ása uppi í erminni, segir þjálfari KA

KA-menn mæta galvaskir til leiks í Kaplakrika klukkan 18 í dag. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik verður framhaldið í kvöld þegar deildarmeistarar FH taka á móti KA. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Kaplakrika.

FH tók á móti titlinum eftir 10 marka sigur á KA í síðustu viku og nú mæta KA-menn reynslunni ríkari.

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, er í viðtali á samfélagsmiðlum KA í dag.

Spenntur fyrir að byrja

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, ég er spenntur að byrja úrslitakeppnina. Við vorum ekki með í fyrra og erum mjög sáttir með að framlengja tímabilið aðeins. Vonandi náum við að setja þetta í eins marga leiki og eins mörg einvígi og hægt er,“ sagði Halldór.

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA í viðtali við Ingvar Ákason hjá handboltapassanum. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Eftir 10 marka tap fyrir FH fyrir aðeins nokkrum dögum er ljóst að eitthvað þarf að breytast hjá KA ef ekki á illa að fara í kvöld.

„Við tökum það með okkur að við erum á svipuðu leveli og þeir þegar við náum að spila okkar leik, eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum þá,” sagði Halldór en staðan í hálfleik var 14:13 fyrir KA.

Getum alveg unnið stærstu liðin

„Í seinni hálfleik náðu þeir að þrýsta okkur aðeins meira inn á miðjuna og setja okkur í erfiðari færi, á sama tíma og Daníel [Freyr Andrésson] varði frábærlega í markinu.

Við erum með einhverja ása í uppi í erminni sem við getum notað og ætlum að reyna að koma þeim inn. Verkefnið er stórt, við vitum það, en við vitum líka að við getum alveg unnið þessi stærstu lið,” bætti Halldór við.

Viðtalið má sjá og heyra hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -