- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ein æfing er að baki – styttist í leikinn í Sarajevó – myndir

Leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Mirza Delibašić Hall í Sarajevó. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik karla æfði í Mirza Delibašić Hall í Sarajevó rétt fyrir hádegið í dag. Var það fyrri æfing liðsins í keppnissalnum fyrir leikinn við landslið Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla sem fram fer annað kvöld.


Stefnt er á að fara í gegnum létta æfingu í fyrramálið.
Landsliðið kom til Sarajevó í gær og komu þrír síðustu leikmennirnir til móts við hópinn síðdegis.

Leikur Bosníu og Íslands hefst klukkan 18 á morgun, miðvikudag. Sjónvarpsútsending verður á RÚV2 auk textalýsingar á handbolti.is.

Heimaleikur á sunnudaginn

Eftir leikinn í Sarajevó kemur íslenska landsliðið rakleitt til Íslands og mætir georgíska landsliðinu í Laugardalshöll klukkan 16 á sunnudaginn. Miðasala á leikinn stendur yfir á stubb.is.

Körfuboltahöll frá 1969

Mirza Delibašić Hall, nefnd eftir einum þekktasta körfuboltamanni Bosníu sem lést um aldur fram 2001, var tekin í notkun 1969 og hýsti árið eftir úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik karla. Einhverjar endurbætur voru gerðar á keppnishöllinni 2006 og aftur 12 árum síðar. Mirza Delibašić Hall er sögð rúma 5.600 áhorfendur í sæti.

Fyrsti heimaleikurinn í Sarajevó

Þetta er fyrsti heimaleikur bosníska landsliðsins í undankeppni EM 2026 sem fram fer í höfuðborginni, Sarajevó. Heimaleikirnir við Grikki og Georgíumenn voru leiknir í Cazin í norðvestur hluta landsins, nærri landamærunum við Króatíu.

Íslenska landsliðið er í efsta sæti 3. riðils undankeppni EM með átta stig eftir fjóra leiki. Bosníumenn hafa tvö stig. Ísland vann fyrri viðureignina sem fram fór í Laugardalshöll í nóvember, 32:26.

A-landslið karla – fréttasíða.

Ætlum að vinna og gera það almennilega

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -