- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ein breyting fyrir leikinn við Færeyjar – Þórey Anna mætir til leiks

Leikmenn kvennalandsliðsins fóru í létta gönguferð í Þórshöfn eftir morgunmat að morgni leikdags. Mynd/Tinna Jökulsdóttir
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðinu sem mætir Færeyingum í dag í undankeppni Evrópumótsins frá leiknum við Lúxemborg á miðvikudagskvöld á Ásvöllum.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals kemur inn í liðið í stað Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur leikmanns Skara HF.


Leikurinn hefst klukkan 14 í dag að íslenskum tíma í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn og verður m.a. hægt að fylgjast með útsendingu RÚV auk þess sem handbolti.is hyggst fylgjast með í textalýsingu ef aðstæðu leyfa til þess. Handbolti.is er í för með landsliðinu að þessu sinni.

Eftirtaldar taka þátt í leiknum í dag:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1).
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (40/59).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (39/45).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (7/8).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (4/11).
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (95/103).
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (12/2).
Lilja Ágústsdóttir, Valur (9/4).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (33/53).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (21/89).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (76/58).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (63/118).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (122/357).

Elísa Elíasdóttir, ÍBV og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF hvíla í dag af þeim 18 kvenna hópi sem valinn var til Færeyjarferðarinnar.

Skarð fyrir skildi í hjá Færeyingum

Skarð er fyrir skildi í færeyska liðinu í dag, Súna Krossteig Hansen, getur ekki leikið með vegna meiðsla. Hún fingurbrotnaði í leiknum við Svía á fimmtudaginn. Lukka Arge, 19 ára gömul og liðsmaður meistaraliðsins H71 kemur í staðinn fyrir Súnu.

Rakul Wardum, markvörður, bætist hinsvegar í hópinn en hún var ekki með í leiknum gegn Svíum. Hún hafði þá ekki jafnað sig af höfuðhöggi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -