- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ein sú besta er úr leik á EM

Andrea Lekic skærasta stjarna serbneska landsliðsins flutt af leikvelli í börum í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ein af öflugustu handknattleikskonum heims um þessar mundir, Andrea Lekić, er úr leik á EM í handknattleik. Hún meiddist í fyrri hálfleik í viðureign Serba og Hollendinga í gærkvöld. Nú hefur verið staðfest að hásin á hægri fæti er slitin.


Reikna má með að hin 33 ára gamla handknattleikskona, sem hefur verið ein helsta driffjöður serbneska landsliðsins um árabil, verði a.m.k. hálft ár frá keppni sem þýðir að keppnistímabilinu er lokið hjá Lekić.

Alvarleg meiðsli Lekić bætist ofan á aðra erfiðleika serbneska landsliðsins utan vallar. Tveir leikmenn liðsins eru í einangrun og einn er í sóttkví. Liðið náði engri æfingu í Danmörku fyrir sigurleikinn í gærkvöld og fékk reyndar ekki staðfest fyrr en sex stundum fyrir leik að til hans kæmi.

Lekić á að baki 109 landsleiki sem hún hefur skoraði í liðlega 500 mörk.

Lekić gekk til liðs við Buducnost í Svartfjallalandi í sumar sem leið eftir að hafa leikið með fremstu félagsliðum Evrópu síðasta áratuginn, Györ, Vardar og CSM Bucaresti.

Serbar unnu heimsmeistara Hollands í leiknum í gær, 29:25 eftir ævintýralega góðan leik í síðari hálfleik þar sem liðið skoraði 20 mörk. Katarina Krpez-Slezak fór á kostum í leiknum og skoraði 10 mörk. Hún varð markadrottning EM fyrir tveimur árum. Nánar var sagt frá leiknum hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -