Línumaðurinn sterki, Einar Birgir Stefánsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA.
Einar Birgir, sem verður 28 ára í marsmánuði, hefur leikið með meistaraflokki KA frá árinu 2017 og hefur nú leikið 168 leiki í deild, bikar og í Evrópukeppni fyrir KA. Auk þess að vera aðsópsmaður línumaður leikur Einar Birgir stórt hlutverk í varnarleik KA-manna.
„Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur KA-liðið heldur betur fundið taktinn og á Einar Birgir stóran þátt í því. Baráttan heldur áfram eftir jóla- og HM frí á þriðjudaginn þegar Valsarar mæta norður og verður spennandi að sjá hvort strákarnir okkar nái að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni,“ segir í tilkynningu KA.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.