- Auglýsing -
-Auglýsing-

Einar Bragi og félagar eru áfram í toppbaráttu

- Auglýsing -

Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar í IFK Kristianstad eru áfram í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik og elta efsta liðið Malmö af miklum móð. Malmö hefur tveggja stiga forystu á toppnum en Kristianstad á leik til góða með sín 17 stig eftir 10 viðureignir.


Einar Bragi skoraði þrjú mörk í gærkvöld þegar IFK vann stórsigur á Gautaborgarliðinu Önnereds, 38:26, í Kristianstad Arena.

Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi HF Karlskrona þegar liðið tapaði með níu marka mun, 37:28, fyrir Skövde. Sennilega var Arnór að taka út leikbann fyrir brot í kappleik á dögunum. HF Karlskrona er í 7. sæti með 12 stig eftir 11 leiki, er sjö stigum á eftir Malmö.

Birgir Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir IF Sävehof í góðum sigri liðsins í heimsókn til Alingsås, 29:26. IF Sävehof hefur 12 stig eins og Karlskrona.

Góður upphafskafli dugði Arnari Birki Hálfdánssyni og samherjum í Amo HK lítt er þeir sóttu Hammarby heim. Heimaliðið var töluvert sterkara þegar öllu var á botninn hvolft og vann örugglega, 33:26.

Arnar Birkir skoraði þrjú mörk fyrir Amo. Amo HK er í 11. sæti með 9 stig eftir 12 leiki.


Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -