- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Bragi og félagar fallnir úr leik í bikarnum

Einar Bragi Aðalsteinsson kvaddi FH í sumar og gekk til liðs við IFK Kristianstad. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Einar Bragi Aðalsteinsson og samherjar hans í IFK Kristianstad féllu í kvöld úr leik í sænsku bikarkeppninni í handknattleik. IFK Kristianstad tapaði þá öðru sinni fyrir Önnereds í 16-liða úrslitum keppninni. Að þessu sinni mættust liðin í Kristianstad. Lítil stoð var í heimavellinum því Kristianstad tapaði með átta marka mun, 36:28. Önnereds vann heimaleik sinn fyrir viku með eins marks mun, 29:28.

Einar Bragi skoraði eitt mark í leiknum í kvöld. Emil Frend Öfors var markahæstur með sjö mörk og 20 ára landsliðsmaðurinn Axel Månson var næstur með sex mörk. Markus Thorbjörn skoraði átta mörk fyrir Gautaborgarliðið og línumaðurinn öflugi Andreas Nilsson skoraði sex mörk. Nilsson flutti heim í sumar eftir áratug hjá Veszprém í Ungverjalandi.

Síðustu dagar hafa ekki verið IFK Kristianstad hagstæðir. Auk þess að falla úr bikarkeppninni með átta marka tapi á heimavelli þá féll liðið úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik um síðustu helgi eftir síðari tapleikinn við BM Granollers.

Margar breytingar voru á leikmannahópi IFK Kristianstad í sumar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -