- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Bragi og félagar laumuðu sér í annað sæti

Einar Bragi Aðalsteinsson fyrrverandi leikmaður FH og núverandi liðsmaður IFK Kristianstad. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í IFK Kristianstad sættu lagi í kvöld þegar HF Karlskrona tapaði í Malmö og laumuðu sér upp í annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Hallby á heimavelli, 26:24. Einar Bragi skoraði tvö mörk að þessu sinni.

Einar Bragi átti eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

IFK Kristianstad er stigi fyrir ofan IK Sävehof og HF Karlskrona en er sex stigum á eftir Ystads IF sem situr sem fastast í efsta sæti og á auk þess leik til góða á liðin næst á eftir.


Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir HF Karlskrona í tveggja marka tapi fyrir Malmö á heimavelli, 29:27. Úrslitin telja óvænt vegna þess að Malmö-liðið situr í áttunda sæti. Ólafur Andrés átti einnig tvær stoðsendingar.

Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki í leikmannahópi HF Karlskrona að þessu sinni. Þorgils Jón Svölu Baldursson var fjarverandi vegna þrátlátra nárameiðsla.

Phil Döhler stóð um tíma í marki HF Karlskrona og varði 2 skot, 25%.

Annar sigur í röð

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í Amo HK unnu annan leik sinn í röð í kvöld. Þeir sóttu Guif heim til Eskilstuna og unnu með 13 marka mun, 38:35. Arnar Birkir skoraði fimm mörk, gaf þrjár stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli.

Þrátt fyrir sigurinn færðist Amo ekkert ofar í stöðutöflunni. Liðið situr í 12. sæti af 14 liðum en er aðeins stigi á eftir Alingsås og þremur á eftir Hallby sem er í 10. sæti.

Síðasti leikur ársins í sænsku úrvalsdeildinni í karlaflokki fer fram annað kvöld þegar Alingsås tekur á móti toppliði Ystads klukkkan 18. Eftir leikinn tekur við hlé fram til 5. febrúar.

Staðan í sænsku úrvalsdeildinni í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -