- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar og Róbert velja fjölmennan hóp til æfinga

Róbert Gunnarsson t.v. og Einar Andri Einarsson eru þjálfarar U21 ára landsliðs karla. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson, þjálfarar U20 ára landsliðs karla hafa valið fjölmennan hóp leikmanna til að stunda æfingar frá 27. desember til 9. janúar. Er það fyrsti liður í undirbúningi fyrir verkefni sem framundan eru þegar kemur fram á næsta ár.


Uppistaða hópsins eru leikmenn sem voru í U19 ára landsliðinu sem tók þátt í Evrópumeistaramótinu í Króatíu í ágúst.

Æfingarnar verða á höfuðborgarsvæðinu og verða æfingatímar kynntir á næstunni. Auk æfinga verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan.

Leikmannahópur:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Stuttgart.
Arnór Ísak Haddsson, KA.
Arnór Máni Daðason, Fram.
Arnór Viðarsson, ÍBV.

Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK.
Elvar Elí Hallgrímsson, Selfossi.
Gauti Gunnarsson, ÍBV.

Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Jakob Aronsson, Haukum.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi.
Jón Ásgeir Eyjólfsson, Stjörnunni.



Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi.
Kári Tómas Hauksson, HK.
Kristján Pétur Barðason, HK.
Kristófer Ísak Bárðarson, HK.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Magnús Gunnar Karlsson, Haukum.

Róbert Snær Örvarsson, Haukum.
Þorfinnur Máni Örvarsson, Haukum.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.
Tómas Sigurðarson, Val.
Tryggvi Garðar Jónsson, Val.
Tryggvi Þórisson, Selfossi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -