- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar skaut Hörð á kaf

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Einar Sverrisson fór á kostum á Torfnesi og skaut Hörð í kaf þegar Selfoss vann með þriggja marka mun, 35:32, í síðasta leik fimmtu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Einari héldu engin bönd. Hann skoraði 13 mörk og vissu fjölbreyttur hópur leikmanna Harðar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Selfoss var þremur mörk yfir í hálfleik, 16:13.


Selfoss rauk upp að hlið Hauka, Aftureldingar og KA með fimm stig með þessu kærkomna sigri á Ísafirði. Fyrir leikinn voru Selfyssingar næst neðstir.


Þrátt fyrir tap þá var þetta e.t.v. besti leikur Harðar til þessa það sem af er Olísdeildinni. Liðið var lengst af inni í leiknum en í sumum fyrri leikjunum sínum hefur það verið búið að tapa áttum strax í fyrri hálfleik.


Eftir að Selfossliðið komst yfir, 8:6, komst Hörður ekki yfir það sem eftir var leiksins. Hörður byrjaði síðari hálfleik af krafti og jafnaði fljótlega, 17:17, og hélt við gesti sína þangað til í stöðinni 21:21. Þá kom slæmur kafli með afleitum og agalausum sóknum. Selfossliðið nýtti sér það og var sex mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum. 29:23.


Hörður reyndi hvað hann gat til þess að éta upp forskot Selfossliðsins. Allt kom fyrir ekki. Agaleysi kom liðinu í koll einu sinni sem með öðru.


Leikmenn Selfoss taka með sér stigin tvö heim þegar ekið verður frá Ísafirði og inn í vestfirskt vetrarkvöld áður en lagt verður suður Dali, gegnum Borgarfjörð, áfram suður og yfir Hellisheiði í nótt.


Mörk Harðar: Suguru Hikawa 7, Jón Ómar Gíslason 6, Mikel Amilibia Aristi 5, José Esteves Neto 4, Daníel Wale Adeleye 2, Sudario Eidur Carneiro 2, Victor Manuel Iturrino 2, Noah Virgil Bardou 2, Óli Björn Vilhjálmsson 1, Guilherme Carmignoli Andrade 1.
Varin skot: Emanuel Evangelista 14, Stefán Freyr Jónsson 1.

Mörk Selfoss: Einar Sverrsson 13, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Ísak Gústafsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Sölvi Svavarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 14, Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -