- Auglýsing -

Einar Þorsteinn fagnaði sigri í fyrsta leiknum

- Auglýsing -


Einar Þorsteinn Ólafsson var í sigurliði HSV Hamburg í dag í fyrsta leik liðsins á nýju keppnistímabili í þýsku 1. deildinni. HSV Hamburg vann Stuttgart í Porsche-Arena í Stuttgart, 36:33. Einar Þorsteinn skoraði ekki í leiknum en lét til sín taka í vörninni. Hann átti eina stoðsendingu í sínum fyrsta leik fyrir liðið en hann gekk til liðs við þýska liðið í sumar eftir þriggja ára vist hjá Fredericia HK í Danmörku.

Jafntefli hjá Ými Erni

Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar í Göppingen gerðu jafntefli, 28:28, við nýliða GWD Minden, 28:28, í Kreissporthalle í Lübbecke þar sem GWD Minden leikur fyrstu heimaleiki sína á tímabilinu. Ýmir Örn er fyrirliði Göppingen. Hann skoraði tvö mörk og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur.

Erfitt verkefni hjá nýliðunum

Nýliðar Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson og Markus Pütz þjálfa, fékk það erfiða verkefni að sækja meistaraliðið Füchse Berlin heim í fyrsta leik sínum í deildinni eftir eins árs fjarveru. Berlínarliðið vann með 12 marka mun 39:27.

Daninn Mathias Gidsel var óstöðvandi í leiknum. Hann skoraði 10 mörk og gaf átta stoðsendingar hjá Fücshe Berlin. Sören Steinhaus var markahæstur hjá Bergischer HC með fimm mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -