- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Þorsteinn var hetjan á Hlíðarenda

Valsarainn Einar Þorsteinn Ólafsson flytur til Danmerkur í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla við Hauka. Valsmenn komust áfram eftir tap fyrir ÍBV, 29:27, í síðari viðureign liðanna sem var æsilega spennandi í Origohöllinni. Einar Þorsteinn Ólafsson var hetja Valsliðsins. Hann las sendingu á milli tveggja Eyjamanna á lokasekúndum, vann boltann og kom þar með í veg fyrir að ÍBV tækist að skora 30. markið sem liðið sárlega þurfti á að halda.


Frábærlega gert hjá Einari Þorsteini sem á ekki langt að sækja handboltahæfileikana en faðir hans er Ólafur Stefánsson, fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar til þessa. Einar Þorsteinn hefur átt frábært tímabil í hjarta Valsvarnarinnar og kórónaði tímabilið með því að nappa boltanum af Eyjamönnum í lokasókninni í kvöld.

Fyrri viðureign Hauka og Vals verður í Origohöllinni á þriðjudagskvöld og sú síðari í Schenkerhöll Hauka á Ásvöllum á föstudaginn eftir viku.


Valsmenn voru með yfirhöndinaí fyrri hálfleik í kvöld en Eyjamenn voru aldrei langt undan Aðeins munaði tveimur mörkum í hálfleik, 16:14. Valur náði fjögurra marka forskoti, 21:17, eftir liðlega fimm mínútur í síðari hálfleik. Þá náðu leikmenn ÍBV, vel studdir af líflegum og stórum hópi, að skora fimm mörk í röð og komast yfir, 22:21.


Hákon Daði Styrmisson kom ÍBV tveimur mörkum yfir, 28:26, þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Róbert Aron Hostert minnkaði muninn í 28:27 er 75 sekúndur voru eftir. Eyjamenn komust strax aftur tveimur mörkum yfir. Valsmenn töpuðu boltanum þegar 16 sekúndur voru eftir að leiktímanum.


Leikmenn ÍBV fóru í hraðaupphlaup sem Valsmönnum tókst að stöðva en ÍBV-liðið hélt boltanum og stillti upp eftir leikhlé. Sending samherja á milli brást og Einar Þorsteinn, Valsmaður, náði knettinum og skaut í stöng ÍBV marksins rétt áður en leiktíminn rann út. Valur var kominn áfram á einu marki, 55:54.


Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 6, Róbert Aron Hostert 5, Anton Rúnarsson 4, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 3, Arnór Snær Óskarsson 3, Vignir Stefánsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 11, 27,5%.
Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 10/3, Kári Kristján Kristjánsson 6, Theodór Sigurbjörnsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Dagur Arnarsson 2, Arnór Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 15, 35,7%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -