Aganefnd HSÍ úrskurðaði í vikunni Grétar Áka Andersen þjálfara Vals í eins leiks bann en hann hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik HK og Vals í 4. flokki karla á síðasta sunnudaginn. Segir í úrskurði aganefndar að dómarar hafi metið að brotið félli undir reglu 16.11 c), sbr. reglur 8.10 a).
Önnur mál vegna útilokunar með skýrslu vegna grófra leikbrota í kappleikjum Olísdeildar karla undanfarina daga voru af afgreidd með áminningu, ef svo má segja. Leonharð Þorgeir Harðarson, FH, Einar Sverrisson, Selfossi, og Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum, fengu allir útilokun með skýrslu í leikjum með liðum sínum fyrr í vikunni.
Niðurstaða afanefndar er að ekker skuli gera frekar í málum þeirra en þeir minntir á stighækkandi áhrifum útilokana.
Úrskurður aganefndar HSÍ frá 15. nóvember 2022.