- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn nýliði – sex úr HM-hópnum verða ekki með

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðarmaður hans. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Töluverðar breytingar eru á landsliðshópnum í handknattleik sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi í dag vegna leikjanna við Grikki í undankeppni EM frá HM í janúar. Hæst ber að Björgvin Páll Gústavsson markvörður er ekki í hópnum en hann hefur ekki misst úr landsleik árum saman. Einnig eru Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Elvar Örn Jónsson, Teitur Örn Einarsson og Viggó Kristjánsson utan hópsins að þessu sinni. Fjórir þeirra vegna meiðsla.


Elvar Örn meiddist í leik með Melsungen á laugardaginn. Meiðsli Ómars Inga Magnússonar tóku sig að einhverju leyti upp aftur. Svipaða sögu er að segja af Arnari Frey Arnarssyni.

Einn nýliði er í hópnum, Ísak Steinsson, markvörður Drammen, í Noregi. Hann hefur verið í yngri landsliðum Íslands auk þess sem hann æfði með landsliðinu um tíma áður en farið var á HM.
Auk Ísaks koma inn í hópinn Andri Már Rúnarsson, Arnór Snær Óskarsson, Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Þeir voru ekki með á HM. Andri Már og Arnór Snær voru síðast í landsliðinu sem mætti Grikkjum í æfingaleikjum ytra fyrir ári.

Fyrri leikur Ísalnds og Grikklands í undakeppni EM fer fram í Chalkida í Grikklandi miðvikudaginn 12. mars en sá síðari verður í Laugardalshöll laugardaginn 15. mars klukkan 16.

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

Markverðir:
Ísak Steinsson, Drammen HK (0/0).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (68/2).
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, Leipzig (2/0).
Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0).
Aron Pálmarsson, Veszprém (182/694).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124).
Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (41/56).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164).
Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg AGF (33/61).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (24/74).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf! Göppingen (100/44).

Íslenska landsliðið er í efsta sæti riðils þrjú í undankeppni EM 2026 eftir fyrstu tvær umferðirnar. Ísland hefur 4 stig, Grikkland og Bosnía 2 stig hvor og Georgía er án stiga.
Undankeppninni lýkur í maí. Íslenska landsliðið mætir landsliði Bosníu í Sarajevo 7. maí og Georgíu í Laugardalshöll sunnudaginn 11. maí.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -