- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn Valsari í úrvalsliði tímabilsins

Birgir Steinn Jónsson ógnar ekki marki andstsæðinga sinna á handknattleiksvellinum á næstunni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Nýkrýndir deildarmeistarar Vals í handknattleik karla eiga einn leikmann í liði tímabilsins hjá tölfræðiveitunni HBStatz en liðið er tekið saman eftir tölfræðiþáttum sem veitan hefur tekið saman frá öllum leikjunum 132 sem fram fóru á tímabilinu.


Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins er í liðinu. Grótta á tvo, Andra Þór Helgason og Birgi Stein Jónsson. FH er einnig með tvo leikmenn í hópnum, Ágúst Birgisson og Ásbjörn Friðriksson. Til viðbótar eru í liði tímabilsins Rúnar Kárason, ÍBV, og Óðinn Þór Ríkharðsson, KA. Óðinn Þór er jafnframt markakóngur Olísdeildar með 149 mörk.


Eins og í öðru liðum þá þarf að hafa varamenn. Þeir eru tveir, Birgir Már Birgisson, FH, og Vilhelm Poulsen, Fram.


Samkvæmt niðurstöðum í tölfræði bókhaldi HBStatz var Birgir Steinn Jónsson Gróttu besti leikmaður Olísdeildarinnar. Annar varð Rúnar Kárason og Vilhelm Poulsen varð þriðji.


Besti sóknarmaður deildarinnar var Ásbjörn Friðriksson. Besti varnarmaðurinn Birgir Már Birgisson, FH, og Björgvin Páll Gústavsson fremstur markvarða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -