Daninn Nicolaj Jakobsen er fyrsti þjálfarinn sem vinnur HM karla fjórum sinnum í röð. Auk Jacobsen hefur aðeins einum þjálfara tekist að stýra landsliði sínu til fjögurra heimsmeistaratitla en þó ekki í röð.
Niculae Nedeff (1928 – 2017) varð fjórum sinnum þjálfari heimsmeistara Rúmeníu 1961, 1964, 1970 og 1974. Rúmenska landsliðið hreppti bronsverðlaun á HM 1967.
Aðrir þjálfarar sem hafa oftar en einu sinni orðið heimsmeistarar:
Claude Onesta, Frakkland 2009, 2011, 2015.
Curt Wadmark, Svíþjóð, 1954 og 1958.
Vladimir Maksimov, Rússland, 1993 og 1997.
Bengt Johansson, Svíþjóð, 1990 og 1999.
Daniel Constantini, Frakkland, 1995 og 2001.
Fyrrgreindur Nedeff vann einnig þrisvar heimsmeistaramót sem þjálfari rúmenska kvennalandsliðsins 1956, 1960 og 1962.