- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Einstefna í síðari hálfleik hjá Íslendingunum

- Auglýsing -

Íslendingatríóið hjá þýska liðinu Blomberg-Lippe lagði sitt lóð á vogarskálarnar þegar liðið vann stórsigur á Buxtehuder, 35:19, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Leikmenn Blomberg-Lippe fóru á kostum í síðari hálfleik eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.


Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar, var með einn stolinn bolta, tvö varin skot og eitt frákast.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk einnig, átti eina stoðsendingu, var með tvö sköpuð færi, varði einn stolinn bolta, varði tvö skot í vörninni og vann einn andstæðing af leikvelli og var vikið einu sinni af leikvelli.

Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði tvö mörk, gaf tvær stoðsendingar, var með tvö sköpuð færi og vann einn andstæðing af leikvelli.

Blomberg-Lippe er áfram jafnt Borussia Dortmund, hvort lið hefur 18 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Síðarnefnda liðið hefur leikið einum leik færra. Mikil spenna er í toppbaráttunni. Bersheim Auerbach er með 16 stig á leik inni á Blomberg-Lippe. Thüringer er skammt á eftir.

Evrópudeildin á sunnudaginn

Skammt er stórra högga á milli hjá Blomberg-Lippe. Á sunnudaginn leikur liðið fyrsta leikinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Franska liðið Chambray Touraine Handball kemur í heimsókn.


Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í kvöld:
Halle Neustadt – Thüringen 36:43.
TuS Metzingen – Borussia Dortmund 32:39.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -