- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einstefna í úrslitaleiknum

Mynd/ Uros Hocevar / kolektiff
- Auglýsing -

Ungverska liðið Veszprém vann öruggan sigur á Vardar frá Norður-Makedóníu í úrslitaleik Austur-Evrópudeildarinnar (SEHA – Gazprom League) í handknattleik karla í gærkvöldi, 35:27. Úrslitahelgi keppninnar fór fram í Zadar í Króatíu en henni var frestað í vor vegna kórónuveirunnar.


Þetta var í þriðja sinn sem Vesprém vinnur keppnina en liðið fór síðast með sigur úr býtum fyrir fjórum árum. Ungverska liðið réði ferðinni í úrslitaleiknum í gær frá upphafi til enda. Liðið var með þriggja marka forskot í hálfleik, 15:12. Segja má að Veszprém hafi lagt grunn að sigrinum á fyrstu 20 mínútum leiksins þegar liðið fór á kostum. Leikmenn Vardar virtust sem slegnir út af laginu eftir kröftuga byrjun og segja má að þeir hafi aldrei náð vopnum sínum áður en yfir lauk.


Petar Nenadic var markahæstur í liði Veszprém með fimm mörk og Gleb Kalarash skoraði flest mörk leikmanna Vardar, einnig fimm.
Eins og í undanúrslitaleik Veszprém og Meskhkov Brest á föstudaginn þá var spænski markvörðurinn Rodrigo Corrales vel upplagður. Hann varð 14 skot. Fáum kom á óvart að Corrales var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar.


Meskhov Brest vann Zagreb á sannfærandi hátt í leiknum um þriðja sætið, 29:24.


Í mótslok var valið úrvalslið mótsins. Það er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Rodrigo Corrales (Telekom Vészprem)
Vinstra horn: David Mandic (PPD Zagreb)
Hægra horn: Gasper Marguc (Telekom Vészprem)
Vinstri skytta: Alexander Shkurinsky (Meshkov Brest)
Miðjumaður: Lovro Jotic (Vardar 1961)
Hægri skytta: Jorge Maqueda (Telekom Vészprem)
Línumaður: Andreas Oliver Nilsson (Telekom Vészprem)
Varnarmaður: Blaz Blagotinsek (Telekom Vészprem)
Besti leikmaður (MVP): Coralles (Telekom Vészprem)

Mikita Vailupau, leikmaður Meskhov Brest, var markahæsti leikmaður keppninnar með 111 mörk, þar af skoraði hann fjögur mörk í leikjunum tveimur um helgina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -