- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Eintracht Frankfurt staðfestir brottför Hákons Daða

- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið Eintracht Frankfurt hefur staðfest að Hákon Daði Styrmisson yfirgefi félagið í árslok og flytji heim til Íslands. Síðasti leikur hans fyrir félagið verður á heimavelli við VfL Potsdam á öðrum degi jóla. Hákon Daði hefur verið orðaður við Val og ÍBV en opnað verður fyrir félagsskipti í skamman tíma í upphafi nýs árs.

Kom hreint fram snemma

Detlef Spruth, framkvæmdastjóri Eintracht Frankfurt, segir á handball-world að Hákon Daði hafi snemma á keppnistímabilinu greint frá ætlan sinni að fá samninginum við félagið rift og flytja heim til Íslands. Ástæða þess væri sú að hann ætti von á barni með unnustu sinni snemma á næsta ári. Það væri ósk þeirra að búa heima á Íslandi nærri fjölskyldu sinni.

Drengur góður

Spruth segir að söknuður verði að Hákoni Daða. Hann sé ekki aðeins markahæsti leikmaður liðsins heldur einnig drengur góður. „Við vildum ekki leggja stein í götu Hákons,“ segir Spruth.

Samningur til 2027

Hákon Daði gekk til liðs við Eintracht Hagen haustið 2023 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið vorið 2024 sem tók við að skammtímasamningi frá haustinu 2023.

Eintracht Hagen er sem stendur efst í 2. deild þýska handknattleiksins. Auk þess að vera markahæsti leikmaður Eintracht Hagen er Hákon Daði næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Ofan á allt á Hákon Daði markamet félagsins í einum leik, 17 mörk í 38:31, sigri á VfL Lübeck-Schwartau í mars 2024.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -