- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitt smit – tvö lið send heim

Svo getur farið að norska landsliðið undir stjórn Þóris Hergeirssonar leiki alla leiki sína á EM í Danmörku en ekki á heimavelli. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norðmenn ætla ekki að sýna neina miskunn ef eitt einasta tilfelli af kórónuveiru kemur upp á EM í handknattleik kvenna sem fram fer í desember. Þeir hafa fengið samþykktar afar strangar reglur sem mörgum þykir ganga nokkuð langt.


Ef eitt kórónuveirusmit kemur upp í einhverju landsliðanna sem leikur á mótinu verður ekki aðeins sá leikmaður útilokaður frá frekari þátttöku í mótinu heldur verður allt liðið útilokað frá fleiri leikjum á mótinu og sent til síns heima. Þar með er ekki öll sagan sögð því það sama mun ganga yfir það lið sem lék gegn liðinu sem hafði þennan sýkta leikmann innan sinna raða.


Þetta er á meðal reglna sem munu gilda í þeim hluta EM kvenna sem fram fer í Noregi en Danir og Norðmenn verða sameiginlegir gestgjafar EM kvenna frá 3. – 20. desember. Um 60% af leikjum mótsins á að fara fram í Noregi þar sem aðeins 200 áhorfendur verða að hámarki leyfði á hverjum leik.
Erik Langerud, framkvæmdastjóri norska handknattleikssambandsins, staðfestir þetta í samtali vð TV2 í heimalandi sínu.


Í gær sagði handbolti.is frá nokkrum reglum sem munu gilda fyrir alla leikmenn mótsins. Norðmenn hafa hinsvegar ákveðið að ganga lengra en Danir með ofangreindum reglum.


Eins verða reist skýli utan við íþróttahöllina í Þrándheimi til upphitunar og þannig reynt að forðast samgang milli liðanna sem taka þátt.
Mörgum þykir nóg um harðar reglur Norðmanna en Langerud segist vera stoltur yfir að Noregur hafi ströngustu reglur sem tíðkast í kringum handknattleik í Evrópu um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -