- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitt vítakast skildi að í stórkostlegum úrslitaleik

Evrópumeistarar annað árið í röð, Barcelona. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Barcelona er Evrópumeistari í handknattleik karla annað árið í röð eftir að hafa unnið pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce, 37:35, eftir framlengingu og vítakeppni í Lanxess-Arena í Köln í stórkostlegum úrslitaleik. Þetta er í 11. sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeildina og annað árið í röð sem hefur ekki átt sér stað áður eftir að núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 2010.


Perez de Vargas, markvörður Barcelona, varði vítakast frá Alex Dujsebaev í vítakeppninni en það skildi liðin að þegar upp var staðið.


Ciudad Real vann síðast Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð, 2008 og 2009. Þá var hin svokallaða úrslitahelgi ekki komin til sögunnar heldur voru leiknir tveir úrslitaleikir á heimavöllum liðanna sem komust alla leið í úrslit.


Úrslitaleikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi frá upphafi til enda. Óhætt er að segja að liðin hafi sýnt allar sína bestu hliðar í síðasta leik tímabilsins.


Barcelona var marki yfir í hálfleik, 14:13. Jafnt var eftir 60 mínútur, 28:28, og aftur að lokinni framlengingu í tvisvar sinnum fimm mínútur, 32:32.

Haukur og Sigvaldi tóku við silfrinu

Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson tóku við silfurverðlaunum í leikslok þótt þeir hafi ekki tekið þátt í leiknum í dag en báðir léku þeir með Łomża Vive Kielce á keppnistímabilinu. Sigvaldi Björn er meiddur. Haukur tók þátt í undanúrslitaleiknum í gær en sat yfir í dag. Báðir gengu þeir inn á leikvöllinn með samherjum sínum og tóku við verðlaunapeningum sínum í leikslok. Sigvaldi Björn kveður nú Łomża Vive Kielce eftir tveggja ára dvöl.


Artsem Karalek, leikmaður Łomża Vive Kielce, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar.


Mörk Barcelona: Aleix Gomez 9, Dika Mem 5, Timothey N´Guessan 5, Angel Fernandez 3, Aitor Arino 3, Melvyn Richardson 2, Domen Makuc 1, Haniel Langaro 1, Blaz Janc 1, Thiagus Goncalves 1, Ludovic Fabregas 1.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 12, 27%.

Mörk Łomża Vive Kielce: Uladzislau Kulesh 4, Arkadiusz Moryto 4, Daniel Dujshebaev 4, Artsem Karalek 4, Branko Vujovic 4, Alex Dujshebaev 4, Szymon Sicko 3, Dylan Nahi 2, Nicolas Tournat 2, Igor Karacic 1.
Varin skot: Andreas Wolff 12, 28%.


Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -