- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitthvað verður undan að láta

Það styttist í að leikmenn ÍR, KA og annarra liða geti tekið þráðinn á ný í Olísdeildunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við þurfum að gera einhverjar breytingar, það er klárt. Tímaramminn leyfir okkur því miður ekki að klára allt sem við þurfum að klára. En við ákveðum það næstu daga hvað nákvæmlega muni undan láta,“ segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í samtali við vísir.is í dag spurður hvernig framhaldi Íslandsmótsins í handknattleik verði háttað eftir að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra greindi frá því í hádeginu að æfingar og keppni í íþróttum megi hefjast á ný á fimmtudaginn.

Af þessum orðum að dæma virðist stefna í að skorið verður eitthvað niður af áætluðum leikjafjölda miðað við þá dagskrá sem liggur fyrir.


Róbert segir ennfremur í fyrrgreindu viðtali við Vísir að blásið verði til leiks undir lok næstu viku í þeim deildum þar sem því verður við komið.
Sjö umferðir eru eftir í Olísdeild karla auk átta liða úrslitakeppni. Tvær umferðir standa út af borðinu í Olísdeild kvenna og eitthvað svipað í Grill 66-deildum karla og kvenna. Ennnig eru nær allir leikir eftir í Coca Cola-bikarnum.


Fyrir dyrum standa leikir hjá kvennalandsliðinu í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardaginn og á miðvikudaginn í næstu viku. Karlalandsliðið á þrjár viðureignir óleiknar í undankeppni Evrópumótsins. Til stendur að þeir fari fram í kringum næstu mánaðarmót.

Uppfært: Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við handbolta.is síðdegis að á formannafundi sem haldinn verður upp úr hádeginu á morgun verði lögð fram tillaga um leikjadagskrá Íslandsmótsins í öllum deildum. Hann sagði að stefnt væri að því að hefja keppni í Olísdeild karla og Grill 66-deildum karla og kvenna fyrir lok næstu viku. Vegna leikja kvennalandsliðsins og sóttkvíar leikmanna í kjölfarið verði ekki hægt að hefja keppni í Olísdeild kvenna fyrr en undir mánaðarmótin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -