- Auglýsing -
Elísa Elíasdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins segir meiðsli þau sem hún varð fyrir á síðustu mínútu fyrri viðureignar Íslands og Ísraels í fyrrakvöld, ekki vera alvarleg.
Elísa tognaði á ökkla þegar hún hljóp fram leikvöllinn til þess að fylgja samherja sínum í hraðaupphlaup. Nærri vítateignum rakst Elísa á einn andstæðing sinn.
Elísa sagði við handbolta.is í gærkvöld að hún reikni ekki með öðru en að verða tilbúinn að leika með Valsliðinu þegar liðið hefur keppni í undanúrslitum Olísdeildar 25. apríl svo ekki sé minnst á úrslitaleikina í Evrópubikarkeppninni eftir mánuð eða þar um bil.
Sjá einnig:
- Auglýsing -