- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ekkert annað að gera en að klára leikinn einn“

Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, handknattleiksdómar. Mynd/Facebook
- Auglýsing -

„Gunnar Óli meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en ég dæmdi einn það sem eftir var af leiknum,“ sagði Bjarki Bóasson handknattleiksdómari við handbolta.is í morgun. Bjarki stóð í ströngu í gærkvöldi þegar hann varð að dæma einn allan síðari hálfleik í viðureign Gróttu og ÍR í Grill66-deild kvenna í Hertzhöllinni.


Gunnar Óli Gústafsson félagi Bjarka tognaði rétt áður en fyrri hálfleikur var úti.
„Það var ekkert annað að gera en að klára leikinn einn,“ sagði Bjarki sem lét þjálfara beggja liða vita af þeirri aðstöðu sem komin var upp vegna meiðsla Gunnars Óla.

Ekki þægileg staða

„Reglurnar eru skýrar um það. Annar dómari má ekki koma inn í leikinn. Þess vegna kom ekkert annað til greina en að vera einn til enda þótt vissulega sé það ekki þægilegt að vera í þessari stöðu og fá ekki álit eða skoðun frá félaga sínum,“ sagði Bjarki sem taldi sig hafa komist vel frá leiknum.

Bjarki Bóasson einbeittur á svip í Hertzhöllinni í gærkvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


„Mér fannst ganga nokkuð vel, að minnsta kosti kvörtuðu menn ekki mjög mikið. Þetta hafðist og það varð ekkert vesen.“

Ekki í fyrsta skiptið

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Bjarki verður að dæma hálfan leik einn síns liðs. Fyrir um sex árum varð Gunnar Óli fyrir því óláni í leik í Olísdeild karla að boltinn kastaðist af markstöng og í höfuðið á honum þar sem hann stóð við endalínuna og fylgdist með framvindu leiks. Þá varð Bjarki upp á eigin spýtur að halda uppi röð og reglu.


„Ég hef reynslu af því að dæma einn. Þetta var í annað skiptið. Það er mjög krefjandi að dæma einn því það getur eitt og annað farið framhjá manni. Maður þarf að staðsetja sig annarstaðar við þessar aðstæður,“ sagði Bjarki Bóasson sem var á leið norður á Akureyri í morgun þegar handbolti.is heyrði honum. Á Akureyri stóð til að Bjarki dæmdi leik KA og ÍBV í Olísdeild karla ásamt föður sínum, Bóasi Berki Bóassyni. Hann ætlaði að hlaupa í skarðið fyrir Gunnar Óla. Leiknum var frestað þegar feðgarnir voru komnir norður á Blönduós skömmu fyrir hádegið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -