- Auglýsing -
Fimm erindi lágu fyrir aganefnd Handknattleikssambands Íslands í gær þegar hún kom saman til síns vikulega fundar þar sem m.a. voru teknar fyrir agaskýrslur frá dómurum leikja á Íslandsmótinu síðustu daga. Enginn var úrskurðaður í bann af nefndinni þessa vikuna en niðurstöður mála má lesa hér fyrir neðan. Tvær ákvarðanir dómara í leikjum reyndust rangar og drógu þeir þar af leiðandi rauð spjöld til baka.
- Leonharð Þorgeir Harðarson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu í leik FH og KA í Olís deild karla þann 3.2.2021. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spaldið því dregið til baka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.
- Jóhann Reynir Gunnlaugsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Gróttu í Olísdeild karla þann 3.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Hildur Marín Andrésdóttir leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍR og Fram U í Grilldeild kvenna þann 7.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Britney Cots leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og Stjörnunnar í Olísdeild kvenna þann 6.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Inga Dís Jóhannsdóttir leikmaður HK U hlaut útilokun með skýrslu í leik HK U og Valur U í Grilldeild kvenna þann 7.2.2021. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spaldið því dregið til baka. Niðurstaða aganefndar er því að ekki skuli aðhafst frekar í málinu og spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.
- Auglýsing -