- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert hik á Haukum

Atli Már Báruson sækir á milli Hannesar Grimm og Ólafs Brims Stefánssonar, leikmanna Gróttu. Stefán Rafn Sigurmansson er ekki langt undan. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Gróttu tókst ekki gegn Haukum í kvöld að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Afureldingu fyrir viku þegar þeir náðu í eitt stig í heimsókn sinni í Mosfellsbæ. Í kvöld voru Haukar í heimsókn hjá Gróttumönnum í Hertzhöllinni. Gestirnir fóru með bæði stigin með sér og skildu leikmenn Gróttu eftir með sárt ennið. Lokatölur, 32:25, fyrir Hauka sem voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.


Leiðir liðanna skildu í upphafi síðari hálfleiks. Leikmenn Hauka sýndu mátt sinn og meginn. Þeir hleyptu Gróttumönnum ekki inn í spilið og voru með þriggja til fimm marka forskot lengst af.


Haukar er þar með komnir upp í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki og eru þremur stigum frá Valsmönnum sem sigla með himinskautum þessa dagana. Grótta er í 10. sæti með eitt stig.

Andri Þór Helgason var góður í liði Gróttu í kvöld og skoraði níu mörk. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 9/2, Birgir Steinn Jónsson 5, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Ívar Logi Styrmisson 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1, Igor Mrsulja 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 9, 22,5%.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Darri Aronsson 7, Heimir Óli Heimisson 5, Þráinn Orri Jónsson 3, Geir Guðmundsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Atli Már Báruson 2, Halldór Ingi Jónasson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 5, 33,3% – Stefán Huldar Stefánsson 3, 16,7%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -