Sigurganga Díönu Daggar Magnúsdóttur og samherja í BSV Sachsen Zwickau heldur áfram. Í dag vann liðið Waiblingen með 12 marka mun á heimavelli, 32:20, eftir að hafa verið níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:9.
Díana Dögg skoraði tvö mörk úr fimm skotum og átti 10 sköpuð færi og sex stoðsendingar. Þess utan lék hún til sín taka í vörninni eins og oftast nær.
Ela Szott, markvörður Zwickau, átti stórleik. Hún varð 17 skot og var með 47% hlutfallsmarkvörslu þann tíma sem hún stóð á milli stanganna. Charly Zenner leysti Szott af um tíma og varði einnig afar vel.
BSV Sachsen Zwickau er efst sem fyrr í deildinni. Liðið hefur 37 stig eftir 21 leik. Helstu keppinautar um efsta sætið, Füchse Berlin og Herrenberg, unnu einnig leiki sína í kvöld og er tveimur og þremur stigum á eftir Zwickau.
Fimm umferðir verða eftir í 2. deildinni þegar leikjum 21. umferðar verður lokið í kvöld. Eitt lið fer beint upp og annað fer í umspil við lið úr 1. deild um keppnisrétt í efstu deild á næstu leiktíð.