- Auglýsing -

Ekkert lát á sigurgöngu FH – eftir þrjá tapleiki vann Fram

FH-ingar fagna sigri í Sethöllinni í kvöld. Mynd/ÁÞG

FH skoraði fimm síðustu mörkin á lokamínútunum fjórum í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og vann heimamenn með fimm marka mun, 37:32. FH hefur þar með leikið níu leiki í röð í Olísdeildinni án þess að tapa og eru leikirnir orðnir tíu að meðtöldum sigri á Gróttu í bikarkeppninni á þessu tímabili. Hafnarfjarðarliðið treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki. Selfoss er áfram í áttunda sæti.

Stöðuna í Olísdeild karla er að finna neðst greininni.


Á sama tíma og FH vann í Sethöllinni fagnaði Framliðið langþráðum sigri á ÍR í Skógarseli eftir þrjá tapleiki í röð, 31:27. Framarar færðust þar með upp fyrir ÍBV og í fjórða sæti með 15 stig en taka verður tillit til þess að Framliðið hefur leikið einum leik fleira en flest önnur lið deildarinnar.

ÍR sitja áfram í næsta neðsta sæti með stigin sín fimm. Þeir voru marki undir í hálfleik í kvöld, 16:15.

Góð byrjun Selfoss – svo mætti Ásbjörn

Selfossliðið byrjaði afar vel á heimavelli í kvöld og skoraði fjögur fyrstu mörkin. Það tók FH hálfa fimmtu mínútu að skora fyrsta markið. Eftir 17 mínútur var staðan jöfn, 9:9. Ásbjörn Friðriksson hóf ekki leikinn fyrir FH en mætti til leiks í slæmri stöðu og leiddi lið sitt áfram og skoraði m.a. sjö af fyrstu 13 mörkum FH. Heimamenn voru marki undir í hálfleik í Sethöllinni, 18:17.

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sjö mörk fyrir FH á Selfossi í kvöld. Hér sækir hann á milli Sverris Pálssonar og Sölva Svavarssonar. Mynd/ÁÞG

Fimm síðustu mörkin

FH-liðið var sterkara framan af síðari hálfleiks en Selfossliðið var aldrei langt undan. FH skoraði þrjú mörk og breytti stöðunni úr 28:28, í 31:28. Það dugði ekki því Selfoss svaraði fyrir sig og jafnaði metin, 32:32, og átti þess kost að komast yfir þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Vopnin snerust í höndum þeirra og 75 sekúndum fyrir leikslok var FH þremur mörkum yfir og gaf ekkert eftir á síðustu mínútunni.

Enn voru ÍR-ingar nærri stigi

ÍR-liðið gerði hvað það gat til þess að krækja í annað stigið gegn Fram en allt kom fyrir ekki. Allt þar til um þrjár mínútur voru eftir var ekki meira en eins marks munur. Framarar voru lánsamari á lokakaflanum og hrósuðu sigri en ÍR var enn einu sinni nærri því að fá meira en eitthvað út úr leiknum.

Upphafskafli leiksins var hreint ótrúlegur. Fram komst í 11:1 á fyrstu 12 mínútum leiksins. Þrettán mínútum síðar hafði ÍR náð eins marks forskoti, 14:13.


Selfoss – FH 32:37 (17:18).
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 10/3, Guðmundur Hólmar Helgason 8, Hannes Höskuldsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Ísak Gústafsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Sverrir Pálsson 1, Karolis Stropus 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, 27,3% – Vilius Rasimas 6, 25%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8/2, Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Jóhannes Berg Andrason 5, Jón Bjarni Ólafsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Atli Steinn Arnarson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Phil Döhler 8, 29,6% – Axel Hreinn Hilmisson 0.

Einar Sverrisson skorað 10 mörk fyrir Selfoss í kvöld. Hér eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd/ÁÞG


ÍR – Fram 27:31 (15:16).
Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 7, Dagur Sverrir Kristjánsson 6/1, Viktor Sigurðsson 6, Friðrik Hólm Jónsson 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 7, 35% – Ólafur Rafn Gíslason 2, 10,5%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8, Luka Vukicevic 7, Stefán Darri Þórsson 4/1, Marko Coric 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Arnar Snær Magnússon 2, Breki Dagsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 14/2, 38,9% – Arnór Máni Daðason 1, 16,7%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur121101415 – 34222
FH12822366 – 35018
Afturelding12723363 – 33916
Fram13634388 – 38115
ÍBV12624401 – 37214
Stjarnan12534353 – 34313
Haukar12516363 – 34711
Selfoss12516353 – 36611
Grótta11335302 – 3029
KA12336346 – 3649
ÍR12219334 – 4035
Hörður120111354 – 4291

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -