- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát er á kapphlaupi Magdeburg og Kiel

Bennet Weigert þjálfari þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kapphlaup THW Kiel og meistara síðasta árs, SC Magdeburg, um þýska meistaratitilinn heldur áfram. Bæði lið unnu leiki sína í dag og standa þau jöfn að stigum, með 51 stig hvort. Magdeburg á þrjá leiki eftir en Kiel fjóra.

Daninn Michael Damgaard átti stórleik fyrir SC Magdeburg þegar liðið vann Flensburg, 30:28, á heimavelli í dag. Damgaard skoraði 11 mörk og átti fimm stoðsendingar. Johan á Plógv Hansen og Hans Aaron Mensing skoruðu sjö mörk hvor fyrir Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði ekki að þessu sinni.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon léku ekki með Magdeburg vegna meiðsla.

Kiel vann Erlangen á heimavelli, 35:26. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

Nikola Bilyk skoraði sjö mörk fyrir Kiel og Simon Jeppsson sex fyrir Erlangenliðið og var markahæstur.

Ýmir Örn fagnaði í Hannover

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í bikarmeistaraliði Rhein-Neckar Löwen sitja eftir sem áður í fimmta sæti eftir sigur í heimsókn til Hannover-Burgdorf, 31:30, í hörkuleik. Ýmir skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Juri Knorr skoraði 10 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og átti sex stoðsendingar. Marius Steinhauser skoraði einnig tíu sinnum fyrir heimaliðið.

Í fjórða leik dagsins vann Lemgo lið Stuttgart, 29:24.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -