- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu MT Melsungen – Magdeburg vann stig í Leipzig

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ekkert lát er sigurgöngu MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið vann sinn sjötta leik í dag, 28:25, í heimsókn til Lemgo. Melsungen er þar með áfram efst ásamt Füchse Berlin. Hvorugt lið hefur tapað stigi til þessa og virðast um þessar mundir vera í sérflokki. Melsungen hefur aldrei byrjað betur í þýsku 1. deildinni í sögu sinni.

Evrópumeistarar SC Magdeburg eru í þriðja sæti með níu stig eftir að hafa mátt teljast góðir að krækja í annað stigið í heimsókn til Rúnars Sigtryggssonar og lærisveina í Leipzig, 27:27.


Elvar Örn Jónsson lék afar vel fyrir Melsungen í dag eins og hann hefur gert allt keppnistímabilið til þessa. Hann skoraði 7 mörk úr 9 skotum og gaf 4 stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark í dag en lét til sína taka í vörninni og var einu sinni vikið af leikvelli. Elvari Erni var í tvígang vísað af leikvelli, í tvær mínútur í hvort sinn.

Ómar Ingi Magnússon tryggði Magdeburg annað stigið í heimsókn til Leipzig, 27:27. Eitt af fimm mörkum hans í leiknum. Þrjú markanna skoraði hann úr vítakasti. Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Magdeburg og var einu sinni vikið af leikvelli.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk, þrjú úr vítaköstum, fyrir Leipzig. Hann gaf sex stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Þriðji leikur dagsins:
HSV Hamburg – Wetzlar 30:25.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -