- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert verður gefið eftir í 123. Evrópuleik Vals

Hinn þrautreyndi markvörður Vals, Björgvin Páll Gústavsson, stendur vaktina í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals mæta rúmenska liðinu Steaua Búkarest öðru sinni í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni mætast liðin í N1-höll Valsmanna á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 18. Valur vann fyrri viðureignina sem fram fór í Búkarest á síðasta sunnudagin, 36:35.

Miðasala hér: https://stubb.is/events/bvDEvy

Því miður liggur ekki fyrir hvort leiknum verður streymt.

Kaflaskiptur fyrri leikur

Viðureignin í Búkarest var kaflaskipt. Leikmenn Vals náðu mest sex marka forskoti, 13:7, í fyrri hálfleik og aftur fimm marka yfirhönd, 28:23, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Leikmenn Steaua voru harðir í horn að taka og tókst að jafna metin, 30:30, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Enn var jafnt, 32:32, þegar skammt var til leiksloka.

Úrslit leikja í fyrri umferð 8-liða úrslitum:
FTC (Ferencváros) – Tatran Presov 32:29.
Olympiacos – MRK Krka 31:26.
CS Minaur Baia Mare – Bregenz 37:31.
Steaua Búkarest - Valur 35:36.
- Sigurliðið um rimmu Vals og Steaua mætir sigurliðinu úr viðureign CS Minaur Baia Mare og Bregenz Handball.

Leikið til þrautar

Af þess má m.a. ráða að leikmenn Vals fá ekkert gefins á heimavelli í leiknum í kvöld. Fari svo að staðan verði jöfn að leikslokum í kvöld verður gripið til vítakeppni þar sem útivallarmarkareglan var lögð niður fyrir nokkrum árum.

Valur hefur leikið níu leiki í Evrópubikarkeppni karla á keppnistímabilinu. Af þeim hefur liðið unnið átta og gert eitt jafntefli. Um leið verður þetta 123. leikur karlaliðs Vals í Evrópukeppni félagsliða.

Mikið verður um dýrðir á Hlíðarenda í kvöld fyrir leikinn og á meðan á honum stendur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -