- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert verður úr Ísraelsferð

Karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í æfingabúðum hér á landi í byrjun nóvember. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert verður af fyrirhuguðum leik Ísraels og Íslands í undankeppni EM karla sem fram átti að fara í Tel-Aviv á fimmtudaginn. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti fyrir stundu að leiknum hafi verið frestað. Ástæðan er sú að íslenska landsliðið kemst ekki til Ísraels þar sem lítið sem ekkert er um flug frá Evrópu til Ísraels um þessar mundir.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við handbolta.is áðan að gerðar hafi verið ítrekaðar tilraunir til þess að komast til Ísraels en því miður hafi ekki fengist flug fyrir stóran hluta hópsins. Þess vegna hafi ekki annað verið í spilunum en fresta leiknum.

„Við höfum skoðað alla möguleiki sem sem eru í boði undanfarna daga en því miður þá reyndist ekki mögulegt að fá staðfest flug fyrir stóran hluta hópsins,“ sagði Róbert Geir.

Spurður hvenær hann reikni með að leikurinn fari fram sagðist hann ekki hafa hugmynd um það.

Fyrr í dag tilkynntu forráðamenn Handknattleikssambands Litháen að þeir kæmust ekki með sveit sína nema hálfa leið til Ísraels en Litháar áttu að mæta Ísraelsmönnum í undankeppni EM í Tel-Aviv annað kvöld. Þeirri viðureign hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -