HK, undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar, heldur áfram sigurgöngu sinni í Grill 66-deild kvenna. Í gærkvöld lagði HK lið Val 2, 29:19, í Kórnum í Kópavogi í upphafsleik 5. umferðar deildarinnar. Þar með hefur HK 10 stig að loknum fimm viðureignum. Valur 2 er í öðru sæti fjórum stigum á eftir. Grótta er fimm stigum frá HK í þriðja sæti en á leik til góða gegn FH í kvöld.
HK – Valur 2 29:19 (15:11).
Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 4, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Þórhildur Braga Þórðardóttir 4, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Hekla Sóley Halldórsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara B. Björnsdóttir 8, Tanja Glóey Þrastardóttir 4.
Mörk Vals 2: Laufey Helga Óskarsdóttir 7, Anna Margrét Alfreðsdóttir 3, Lena Líf Orradóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 1, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Eva Steinsen Jónsdóttir 1, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1, Hekla Hrund Andradóttir 1, Kristina Phuong Anh Nguyen 1, Sara Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Oddný Mínervudóttir 3.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.