- Auglýsing -

Ekki á allt kosið hjá öllum Íslendingunum

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Áfram heldur norska úrvalsdeildarliðið Kolstad, sem landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, að rúlla upp andstæðingum sínum í deildarkeppninni. Í kvöld tók Kolstadliðið liðsmenn Kristiansand Topphåndball í karphúsið og vann með 14 marka mun, 39:25, í Kolstad Arena í Þrándheimi.

Kolstad hefur þar með unnið 11 fyrstu viðureignir sínar í deildinni. Virðast ekki mörg lið ætla standast Kolstadsmönnum snúning.


Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk en Janus Daði eitt en hann gaf átta stoðsendingar samkvæmt kokkabókum norska handknattleikssambandsins.


Annað svokallað Íslendingalið, Drammen, vann Nærbø, 28:25, í Drammenhallen og er nú í öðru sæti með 18 stig en hefur leikið einum leik fleira en Kolstad. Hinn hálf íslenski, Viktor Petersen Norberg, skoraði sjö mörk fyrir Drammen auk tveggja stoðsendinga. Óskar Ólafsson skoraði tvisvar sinnum og átti eina stoðsendingu.


Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark fyrir Haslum HK í leik á heimavelli gegn Sandnes. Sandnes vann með eins marks munu, 30:29, og skildi þar með Haslum eftir í botnsætinu með tvö stig. Sandnes er næst neðst með fjögur stig.

Axel vann tvö stig í heimsókn til Elíasar

Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar sem gerði það gott í heimsókn Fredrikstad Bkl. og vann með fimm marka mun, 27:22. Elías Már Halldórsson er þjálfari Fredrikstad Bkl. Lið hans er í sjöunda sæti deild með sex stig að loknum átta leikjum. Storhamar færðist upp í þriðja sæti með níu stig í sarpnum eftir sjö viðureignir.


Alexandra Líf Arnarsdóttir kom lítið við sögu en hún er leikmaður Fredrikstad Bkl.

Þungur róður í Volda

Róður leikmanna Volda var þungur í kvöld í viðureign við Molde í Volda Campus Sparebank1 Arena. Molde var mikið betra liðið í leiknum frá upphafi til enda og vann með 16 marka mun, 38:22.
Dana Björg Guðmundsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir skoruðu eitt mark hver fyrir Volda sem er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki.


Halldór Stefán Haraldsdóttir er þjálfari Volda og Hilmar Guðlaugsson er honum til aðstoðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -