- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Ekki aðeins undanúrslit EM – einnig er HM-farseðill í höfn hjá strákunum

- Auglýsing -

Um leið og íslenska landsliðið í handknattleik innsiglaði sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik í dag í fyrsta sinn tryggði liðið sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Frakklandi og Þýskalandi eftir ár. Landsliðið þarf sem sagt ekki að taka þátt í umspilsleikjum í maí eins og annað hvert ár og um langt skeið.

Í þriðja sinn á öldinni

Þetta verður í fyrsta sinn í 16 ár sem Ísland fer beint á HM, þ.e. kemst hjá undankeppni. Síðast átti það sér stað í framhaldi af því er íslenska landsliðið vann til bronsverðlauna á EM 2010. Þá öðlaðist Ísland sjálfkrafa sæti á HM 2011 sem haldið var í Svíþjóð.

Þar áður átti þetta sér stað í framhaldi af fjórða sætinu sem Ísland hafnaði í á EM 2002.

Danir sem heimsmeistarar eru einnig öruggir um sæti á HM á næsta ári ásamt Frökkum og Þjóðverjum sem verða gestgjafar. Til viðbótar bætast Ísland, Króatía og Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -