- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki ánægður með okkar leik

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

„Mér fannst munurinn kannski helst liggja í þeim neista sem Valsliðið hafði en okkur skorti. Það lýsti sér meðal annars í því að Valsmenn voru ákafari í öllum fráköstum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka eftir að lið hans tapaði fyrir Val, 28:25, í Olísdeildinni í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í gærkvöld.


„Valsmenn voru vonsviknir með leik sinn í Vestmannaeyjum á síðasta laugardag og vildu snúa við blaðinu. Ég hafði svo sem farið vel yfir þá staðreynd með mínum mönnum. Það kom okkur ekkert á óvart og olli ekki panik þótt við lentum undir framan af leiknum.


Mér fannst möguleika liggja hjá okkur til að vinna leikinn lengi vel en því miður þá lékum við bara ekki nægilega vel til þess að nýta möguleikana. Í jafnri stöðu tíu til fimmtán mínútum fyrir leikslok þá brást okkur bogalistin í alltof mörgum færum sem varð þess valdandi að við misstum Valsmennina á ný framúr okkur. Um leið og hlutirnir fóru að detta aðeins með þá misstum við af þeim.


Fyrst og fremst var ég bara ekki ánægður með okkar leik að þessu sinni. Hinsvegar má segja að það jákvæða var að þrátt fyrir að leika illa þá áttum við möguleika á vinna nánast alveg til enda,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -