- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki ástæða til að hafa áhyggjur

Andreas Wolff, markvörður þýska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Andreas Wolff markvörður þýska landsliðsins og einn besti markvörður heims fór af leikvelli eftir 20 mínútur í viðureign Þýskalands og Japan í handknattleik karla í Porsche Arena í gær. Margir hrukku við enda er Wolff afar mikilvægur hlekkur í þýska liðinu sem leikur sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í París á laugardaginn.


„Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði Wolff við þýska fjölmiðla eftir leikinn. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sagði að ekki væri ástæða til að ætla annað en að Wolff jafni sig hratt og vel og verði klár í slaginn með þýska landsliðinu í París. „Hann rakst í stöngina,“ sagði Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla.

Spurningamerki við Semper

Alfreð hefur meiri áhyggjur af þátttöku Franz Semper á leikunum. Hann hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna axlarmeiðsla og ekkert æft með þýska landsliðinu um skeið. Vegna þessa kallaði Alfreð Kai Häfner inn í landsliðhópinn fyrir helgina. Vonir standa til þess að framtíð Semper skýrist í dag eða á morgun.

Þjóðverjar áttu ekki í vandræðum með japanska landsliðið í leiknum í gær og vann með 10 marka mun, 35:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -