Ekki dró úr spennu í Olísdeild kvenna í dag þegar þrír leikir af fjórum í 19. umferð deildarinnar fór fram. Fram heldur vissulega efsta sætinu með 29 stig eftir stórsigur á Aftureldingu, 38:20, í Mosfellsbæ. Leiknum verður helst minnst fyrir að Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, mætti til leiks eftir meira en árs fjarveru vegna krossbandsslits.
Íslands- og deildarmeistarar KA/Þórs færðust upp í annað sæti með sigri á HK, 26:23, í KA-heimilinu. Sigurinn var alls ekki auðsóttur. HK var lengst af yfir og tókst svo sannarlega að velgja leikmönnum KA/Þórs undir uggum. HK-liðið var yfir fyrstu 45 mínútur leiksins. Það var ekki fyrr en á lokakaflanum sem KA/Þór komst yfir og tókst að tryggja sér stigin tvö.
KA/Þór er tveimur stigum á eftir Fram en stigi ofar en Valur sem mætir Haukum á morgun í Origohöllinni. Haukar máttu sjá á bak fjórða sætinu þegar ÍBV vann Stjörnuna, 29:24, í Vestmannaeyjum í fyrsta leik dagsins. Þriðja og fjórða sæti er sérlega mikilvægt vegna þess að það gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem er á næstu grösum.
ÍBV er stigi fyrir ofan Hauka í fjórða sæti auk þess að eiga einn leik til góða.
KA/Þór – HK 26:23 (13:14).
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 7/6, Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 4, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 11.
Mörk HK: Elna Ólöf Guðjónsdóttir 6, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5/2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Berglind Benediktsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 11/2.
Afturelding – Fram 20:38 (9:21).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 7/1, Sylvía Björt Blöndal 5/1, Susan Ines Gamboa 3, Brynja Rögn Ragnarsdóttir Fossberg 2, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Anna Katrín Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 9.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Harpa María Friðgeirsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 5/2, Emma Olsseon 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16/1.
ÍBV – Stjarnan 29:24 (10:13).
Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7/4, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Lina Cardell 3, Sunna Jónsdóttir 3, Marija Jovanovic 1, Sara Dröfn Richardsdóttir 1, Karolina Olzsowza 1, Marta Wawrzynkowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 12/2.
Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 6/1, Eva Björk Davíðsdóttir 6/3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13/2.
Nánast öll tölfræði leikja dagsins er hjá HBStatz.
Staðan í Olísdeild kvenna.