- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

„Ekki eins og við þurfum einhvern kraftaverkaleik til þess að vinna Dani“

- Auglýsing -

„Þetta var bara svekkjandi. Mér fannst við spila fínan leik heilt yfir en mér finnst við eiga aðeins inni. Við þurfum að spila örlítið betur ef við ætlum að vinna Dani,“ sagði Janus Daði Smárason, markahæsti leikmaður Íslands í tapi kvöldsins fyrir Danmörku, við handbolta.is eftir leik.


Danir unnu með þremur mörkum, 31:28, og fara í úrslitaleikinn á sunnudag gegn Þýskalandi en Ísland keppir við Króatíu um bronsverðlaunin fyrr um daginn, nánar tiltekið kl. 14.15.

Herslumuninn vantaði – bronsleikur bíður Íslands á sunnudaginn

Spurður hvort honum þætti sem svo að allt þyrfti að ganga upp til þess að vinna Danmörku sagði Janus Daði:

„Það þarf allavega meira að ganga upp. Það er ekki eins og við þurfum einhvern kraftaverkaleik finnst mér. Það vantaði aðeins upp á þetta.“

Fáum sem betur fer að spila aftur saman

Þrátt fyrir svekkelsið sem fylgir því að missa af sæti í úrslitaleik huggaði Selfyssingurinn sig við það að íslenska liðið eigi einn leik eftir, gegn Króötum Dags Sigurðssonar á sunnudag.

„Ég er svona að reyna komum orðum að þessu en ég er bara svolítið tómur og svekktur. Mér finnst samt vera eitthvað þarna í liðinu.

Sem betur fer fáum við að spila aftur saman á sunnudaginn. Við ætlum að vinna það. Við svekkjum okkur aðeins í kvöld en svo undirbúum við okkur og endum þetta á góðu nótunum,“ sagði Janus Daði Smárason við handbolta.is í Jyske Bank Boxen í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -