Óvissa ríkur um hvort fyrirhugaður leikur Harðar og FH í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla fari fram í dag. Flugi frá Reykavík til Ísafjarðar klukkan 11.15 var aflýst. FH-ingar áttu bókað í þá ferð með Flugfélaginu Erni.
Á vef Isavia er enn gert ráð fyrir flugi til Ísafjarðar frá Reykjavík klukkan 12.15 á vegum Icelandair. Við nánari skoðun kemur þó í ljóst að áætlaðri brottför hefur verið seinkað til klukkan 13.15.
Til stendur að fyrrgreindur bikarleikur Harðar og FH fari fram klukkan 14 í dag í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.
Mótanefnd HSÍ hefur ekki sent frá tilkynningu enn sem komið er vegna leiksins.
Viðureign Harðar og FH hefur margoft verið frestað, ýmist sökum covid eða ófærðar.