Þrátt fyrir tap fyrir tap, 32:30, gegn HSG Bensheim/Auerbach í dag þá á norska liðið Fredrikstad Bkl enn von um sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna. Elías Már Halldórsson er þjálfari norska liðsins. Lokaumferð 16-liða úrslita riðlakeppninnar fer fram á sunnudaginn.
Í lokaumferðinni tekur Fredrikstad Bkl á móti Paris92 og þarf á sigri að halda og vona um leið að spænska meistaraliðið Super Amara Bera Bera tapi á sama tíma fyrir HSG Bensheim/Auerbach á heimavelli. Ef Fredrikstad Bkl og Super Amara Bera Bera verða jöfn að stigum þegar riðlakeppninni lokinni nær Fredrikstad Bkl öðru sæti á betri stöðu í innbyrðis viðureignum.
HSG Bensheim/Auerbach er þegar öruggt um efst sæti D-riðils og þar með komið í átta liða úrslit. Keppni um annað sætið er ennþá opin. Paris 92 á ekki nokkurn möguleika á sæti í átta liða úrslitum eftir tap í öllum leikjum til þessa.
Auk HSG Bensheim/Auerbach eru SCM Ramnicu Valcea, Ikast Håndbold og Blomberg-Lippe örugg um sæti í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.