- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki frestað hjá Oddi þrátt fyrir veikindi

Oddur Gretarsson kveður Balingen-Weilstetten í sumar eftir sjö ára veru. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -

Viðureign Balingen, sem landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson leikur með, og Ludwigshafen í þýsku 1. deildinni fer fram eins og stefnt hefur verið að þótt þrír leikmenn Ludwigshafen hafi á dögunum greinst með kórónuveiruna.

Þremenningarnir eru í eingangrun auk þess sem gengið hefur verið eins örugglega úr skugga um, og mögulegt er, að aðrir leikmenn liðsins bera ekki smit.

Fjórum leikjum af níu sem áttu að fara fram í 2. deildinni í gærkvöld var frestað vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum. Veiran hefur sótt í sig veðrið í Þýskalandi upp á síðkastið.

Leikurinn í Balingen í kvöld er einn af fjórum sem fram fara í 5. umferð þýsku 1. deildarinnar í kvöld. Balingen og Ludwigshafen eru án stiga á botni deildarinnar.

Auk þess verða Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson í eldlínunni með Bergischer HC gegn Hannover-Burgdorf í Hannover. Janus Daði Smárason verður með samherjum sínum í Göppingen í heimsókn hjá efsta liði deildarinnar, Leipzig. Bjarki Már Elísson verður að vanda með Lemgo sem fær Tusem Essen í heimsókn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -