- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki Íslendingakvöld í 2. deild

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Það var ekki kvöld Íslendinga í þýsku 2. deildinni í handknattleik að þessu sinni. Tvö lið með Íslendinga innanborðs voru í eldlínunni og töpuðu þau bæði. Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Elliði Snær Viðarsson leikur með tapaði fyrir botnliðinu Fürstenfeldbruch, 32:25, á útivelli eftir að hafa verið 17:12, undir í hálfleik.


Elliði Snær skoraði þrjú mörk í fimm skotum fyrir Gummersbach sem heldur öðru sæti deildarinnar eftir sem áður. Liðið er með 29 stig eftir 17 leiki en aðeins tvö stig eru í Lübeck Schwartau sem er í þriðja sæti.


Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan leikinn í marki Bietigheim sem tapaði á útivelli fyrir Dormagen, 32:27. Aron Rafn varði átta skot og var með 20% hlutfallsmarkvörslu.


Bietigheim var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Vopnin snerust í höndum leikmanna liðsins í síðari hálfleik. Liðið er nú í 11. sæti með 16 stig að loknum 17 leikjum. Þjálfari Bietigheim er Hannes Jón Jónsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -