- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki misst úr leik í 20 ár – 600. landsleikurinn er framundan

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, fagnar sigri á EM 2020. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þórir Hergeirsson setur met er hann tekur þátt í sínum 600. landsleik í nótt að íslenskum tíma þegar norska landsliðið mætir ungverska landsliðinu í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Hann hefur ekki misst úr einn leik á þeim 20 árum sem hann hefur verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðsins sem er það sigursælasta í heiminum á þessari öld.

Frá þessu greinir VG.


Þórir hefur stýrt kvennalandsliðinu í 264 leikjum frá árinu 2009 þegar hann tók við af Marit Breivik. Þá hafði hann verið aðstoðarþjálfari í 191 leik. Þessu til viðbótar var Þórir þjálfari yngri landsliða Noregs í 144 skipti. Forveri Þóris í stól landsliðsþjálfara tók þátt í 577 landsleikjum, þar af 137 sem leikmaður.


Sem aðalþjálfari norska landsliðsins hefur Þórir stýrt landsliðinu til sigurs á tvennum Ólympíuleikum, jafnoft á heimsmeistaramóti, og sex sinnum hefur Noregur unnið EM undir stjórn Þóris. Síðast í desember.


Þórir er með samning við norska handknattleikssambandið fram yfir Ólympíuleikana í París eftir þrjú ár.


Ítarlega er farið yfir þennan einstaka árangur Þóris og rætt við hann og landsliðsmenn í vefútgáfu VG sem lesa má hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -